Forsíđa

Norđurljósaspár

     Fyrir skömmu var ţeirri spurningu varpađ fram í útvarpsţćtti  hvort unnt vćri ađ spá um ţađ hvenćr norđurljósa vćri ađ vćnta. Međ öđrum orđum, hvort mögulegt vćri ađ birta norđurljósaspár líkt og veđurspár. Fram kom ađ slíkt vćri erfiđleikum bundiđ. Norđurljósin fylgdu sólvirkni sem ekki vćri hćgt ađ sjá fyrir, ađ öđru leyti en ţví ađ umbrot á sólinni fylgdu 10-13 ára sveiflu.1) Ţegar virkni sólar vćri í hámarki vćru sólgos tíđust og ţar međ norđurljós.
 
    Ţarna gćtti misskilnings sem ţví miđur er útbreiddur. Rafagnaský sem valda norđurljósum eru alls ekki bundin viđ sólgos eđa virk svćđi á sólinni. Straumar rafagna, oft langvarandi, koma frá svonefndum kórónugeilum sem myndast yfir svćđum ţar sem ekkert sérstakt er ađ sjá á yfirborđi sólar. Ţessir straumar eru mest áberandi nokkru eftir sólblettahámark, um 2-3 árum áđur en lágmarki er náđ. Af ţví leiđir ađ hámark í norđurljósum dregst langt fram yfir ţann tíma sem sólvirknin er í hámarki. Međfylgjandi línurit sýnir árlegan fjölda segultruflana í segulmćlingastöđinni í Leirvogi frá 1958 til 2010 og fjölda sólbletta á sama tíma. Segultruflanirnar eru góđur mćlikvarđi á tíđni norđurljósa ţví ađ rafagnastraumar frá sólu valda báđum ţessum fyrirbćrum. Línuritiđ sýnir árlegan fjölda ţeirra tímaskeiđa ţegar svonefnt K gildi var 7 eđa hćrra. (Hvert skeiđ er ţrjár stundir.)

    Tímakvarđinn á myndinni er merktur međ 11 ára millibili ţótt sólsveiflan sé ekki alltaf svo löng. Byrjunaráriđ 1958 var nálćgt hámarki í sólvirkni. Fjöldi sólbletta er mćlikvarđi á sólvirknina, sem lýsir sér í margháttuđum fyrirbćrum á og yfir sólu, ţar á međal sólgosum.
 
   Ţótt vissulega sé erfitt sé ađ spá fyrir um norđurljós sem tengjast sólgosum, er oft hćgt ađ tímasetja fyrirfram međ nokkurri vissu ţau norđurljós sem tengjast langvarandi rafagnastraumum ţví ađ hver straumur fer yfir jörđina á tćplega mánađarfresti, ţ.e. í hvert sinn sem sólin hefur snúist einn hring um möndul sinn frá jörđu séđ. Á myndinni hér ađ neđan sjást daglegar truflanir í segulsviđi í Leirvogi árin 2005 til 2009. Dögunum er rađađ ţannig ađ 27 dagar falla á hverja línu. Ţessi uppsetning er kennd viđ ţýska jarđeđlisfrćđinginn Júlíus Bartels. Endurtekning truflana á um ţađ bil 27 daga fresti árin fyrir sólblettalágmark kemur greinilega fram. Sólsveiflan var í hámarki áriđ 2000 en í lágmarki áriđ 2008. Lágmark í segultruflnum (og ţá líka norđurljósum) var ári síđar.


    Annađ sem hjálpar til ađ spá fyrir um norđurljós er sú stađreynd ađ ţau eru tvöfalt algengari nálćgt jafndćgrum en á miđjum vetri.2)  Ţetta kemur fram á međfylgjandi línuriti sem sýnir segultruflanir í Leirvogi í hverjum mánuđi á tímabilinu 1972-2010 (eldri gögn eru ekki á ađgengilegu formi). Súlurnar sýna fjölda tímaskeiđa ţegar K-talan var 7 eđa hćrri.

    Í ţriđja lagi sýna mćlingar ađ norđurljós eru algengust hérlendis nálćgt miđnćtti  Ţetta kemur fram á myndum úr norđurljósamyndavél á Rjúpnahćđ viđ Reykjavík og er sýnt á línuriti hér fyrir neđan. Hámarkiđ liggur milli kl. 23 og 24, en myndir úr norđurljósamyndavél ađ Eyvindará viđ Egilsstađi sýndu ađ hámarkiđ var ţar fyrir kl. 23. Er ţađ eins og viđ er ađ búast ţar sem hálftíma munur er á sönnum sóltíma í Reykjavík og á Egilsstöđum.

    Ţau ţrjú atriđi sem hér hafa veriđ nefnd gefa mikilvćgar vísbendingar um ţađ hvenćr norđurljósa sé helst ađ vćnta.

    Orđiđ sólgos hefur gjarna veriđ notađ um fyrirbćri, sprengingu líkast, sem veldur ţví ađ rafagnaský berst frá sól til jarđar. Á myndum sjást rauđleitir sólstrókar lyftast frá sól og ţeytast út í geiminn, og međ sérstökum tćkjabúnađi í gervitunglum má sjá svonefnd kórónugos, ţegar risavaxnar skvettur slöngvast úr sólkórónunni, hinum ţunna, ofurheita hjúp sem umlykur sólina. Ţađ er ţó ekki svo ađ efni brjótist út úr yfirborđi sólar líkt og gjóska frá eldfjalli, ţví ađ í reynd eru  upptökin hátt yfir yfirborđinu. Atburđinum má líkja viđ skammhlaup í sterku segulsviđi sem fylgir virkum svćđum á sól. Orkan sem leysist úr lćđingi er óhemju mikil og getur leitt til ţess ađ gríđarlegt magn rafagna slöngvist út í geiminn. Oft, en ekki alltaf, fylgir ţessu blossi í lithvolfi sólar, neđan viđ kórónuna. Sólblossar sjást í sjónaukum ef réttar ljóssíur eru notađar. Blossarnir geta orđiđ svo bjartir ađ síunnar sé ekki ţörf, en ţađ gerist örsjaldan. Tengsl sólblossa og kórónugosa hafa ekki veriđ ađ fullu skýrđ.

    Sólblossi getur gefiđ góđa vísbendingu um ađ norđurljósa sé ađ vćnta. Áhrifanna gćtir helst ef blossinn verđur nálćgt miđri sól frá jörđu séđ. Mćlingar úr gervitunglum sýna styrkleika röntgengeisla og útfjólublás ljóss sem blossinn gefur frá sér, og eru ţćr mćlingar notađar til ađ meta styrk blossans. Ţessir geislar berast međ hrađa ljóssins til jarđar á 8 mínútum. Rafagnirnar sem valda segultruflunum og norđurljósum fara hins vegar miklu hćgar og eru ađ jafnađi 2-4 daga ađ ná til jarđar. Tíminn styttist eftir ţví sem blossarnir eru meiri, og dćmi er um ađ biđtíminn hafi ađeins veriđ 17 stundir. Segultruflanir og norđurljós sem fylgja sólblossum og kórónugosum vara ađ jafnađi skemur en ţćr reglubundnu truflanir sem fylgja langvarandi straumum frá kórónugeilum, en áhrifin geta veriđ tilkomumeiri međan ţau standa yfir.
--------------------------------------------------------------------------------------------
1) Lengd sólsveiflunnar (sólblettaskeiđsins) er talsvert breytileg og erfitt ađ setja henni ákveđin mörk. Međallengdin er ţví sem nćst 11 ár, en sveiflan getur veriđ a.m.k. ţremur árum skemmri eđa lengri ef marka má ţann tíma sem athuganir ná til. Sjá hér.

2)
Til skýringar á ţessu jafndćgrahámarki, sjá hér.


 Ţ.S. 29.3. 2012. Síđasta viđbót 13.4. 2012

Almanak Háskólans