Almanak Háskólans

 

Sólmyrkvinn 31. maí - myndir

Fyrstu myndirnar hér ađ neđan voru teknar úr Dornier-flugvél Íslandsflugs um 30 km norđur af Skagatá. Ljósmyndari var Snćvarr Guđmundsson. Í miđjum myrkvanum var flugvélin stödd á 66° 07' N, 20° 17' V í 600 m hćđ. Sólin sást ţar milli skýja. Á ţessum stađ hefđi hringmyrkvinn átt ađ standa í 3 mínútur og 37 sekúndur, en vegna ţess ađ flugvélin fylgdi myrkvanum eftir, sást hann um 12 sekúndum lengur úr flugvélinni. Ferđin var farin á vegum ferđaskrifstofunnar Travel-2 ehf. Flugstjóri var Stefán Sćmundsson.

Tímaröđ myndanna er frá hćgri til vinstri, ţ.e fyrsta myndin er sú sem er lengst til hćgri.

Ţessi mynd er tekin nokkurn veginn í miđjum hringmyrkvanum.

Ţessa mynd tók Snćvarr af nokkrum farţegum í flugvélinni ţar sem ţeir fögnuđu vel heppnađri ferđ. Fremst til vinstri er Jay Pasachoff prófessor, en ţetta var 36. sólmyrkvinn sem hann hefur séđ.

Ţessa mynd tók Jay Pasachoff af ferđalöngum skömmu eftir lendingu á Blönduósi.

Á flugvellinum á Blönduósi rétt fyrir sólarupprás. (Mynd: Ţ.S.) 

Ţegar sólin kom upp fyrir fjöllin, var deildarmyrkvinn hafinn og tungliđ myndađi skarđ í sólkringluna. Ţar sem útlit var fyrir ađ sólin hyrfi í ský áđur en tungliđ nćđi fyrir hana miđja og myndađi hringmyrkva, var ákveđiđ ađ fara í loftiđ og fljúga í sólarátt. (Mynd: Jay Pasachoff. Fleiri myndir er ađ finna á vefsetri hans.)

Myndatökumađur frá Stöđ 2 var međ í sólmyrkvafluginu. Hér sést hann taka viđtal viđ flugstjórann ađ ferđ lokinni. (Mynd: Ţ.S.)

Lýsing á ferli myrkvans: Sólmyrkvinn 31. maí 2003.
Lýsing á ensku: The solar eclipse of May 31, 2003.

Ţ.S. 6.6. 2003.  Síđast breytt 4.7. 03.

Almanak Háskólans