Almanak Háskólans

 

Sólmyrkvinn 31. maí - myndir

Fyrstu myndirnar hér að neðan voru teknar úr Dornier-flugvél Íslandsflugs um 30 km norður af Skagatá. Ljósmyndari var Snævarr Guðmundsson. Í miðjum myrkvanum var flugvélin stödd á 66° 07' N, 20° 17' V í 600 m hæð. Sólin sást þar milli skýja. Á þessum stað hefði hringmyrkvinn átt að standa í 3 mínútur og 37 sekúndur, en vegna þess að flugvélin fylgdi myrkvanum eftir, sást hann um 12 sekúndum lengur úr flugvélinni. Ferðin var farin á vegum ferðaskrifstofunnar Travel-2 ehf. Flugstjóri var Stefán Sæmundsson.

Tímaröð myndanna er frá hægri til vinstri, þ.e fyrsta myndin er sú sem er lengst til hægri.

Þessi mynd er tekin nokkurn veginn í miðjum hringmyrkvanum.

Þessa mynd tók Snævarr af nokkrum farþegum í flugvélinni þar sem þeir fögnuðu vel heppnaðri ferð. Fremst til vinstri er Jay Pasachoff prófessor, en þetta var 36. sólmyrkvinn sem hann hefur séð.

Þessa mynd tók Jay Pasachoff af ferðalöngum skömmu eftir lendingu á Blönduósi.

Á flugvellinum á Blönduósi rétt fyrir sólarupprás. (Mynd: Þ.S.) 

Þegar sólin kom upp fyrir fjöllin, var deildarmyrkvinn hafinn og tunglið myndaði skarð í sólkringluna. Þar sem útlit var fyrir að sólin hyrfi í ský áður en tunglið næði fyrir hana miðja og myndaði hringmyrkva, var ákveðið að fara í loftið og fljúga í sólarátt. (Mynd: Jay Pasachoff. Fleiri myndir er að finna á vefsetri hans.)

Myndatökumaður frá Stöð 2 var með í sólmyrkvafluginu. Hér sést hann taka viðtal við flugstjórann að ferð lokinni. (Mynd: Þ.S.)

Lýsing á ferli myrkvans: Sólmyrkvinn 31. maí 2003.
Lýsing á ensku: The solar eclipse of May 31, 2003.

Þ.S. 6.6. 2003.  Síðast breytt 4.7. 03.

Almanak Háskólans