Loftsteinninn 27. febrúar 1993  

Þessi loftsteinn hefur sennilega farið yfir landið frá austri til vesturs, yfir Meðalland og Mýrdalsjökul og horfið yfir Fljótshlíð eða Landeyjum. Áætluð hæð þar sem hann hvarf er 30 km. Áætluð hæð á himni frá Búrfelli 37°, frá Akureyri 6°, frá Þrándarstöðum og Fjarðarheiði 6°. Drunur heyrðust alveg frá Skaftártungum og Kirkjubæjarklaustri til Reykjavíkur, þ.e. 200 km leið, en ekki alls staðar þar á milli. Erfitt er að meta hvenær hann sást fyrst, ef til vill 150 km áður en hann kom yfir land.

Til baka 

Almanak Háskólans