Ný tungl Úranusar

 Síðan almanakið fyrir árið 2001 fór í prentun hafa fundist þrjú ný tungl sem ganga um reikistjörnuna Úranus. Eitt þeirra fannst við rannsókn á gömlum myndum sem teknar voru úr flauginni Voyager 2 í janúar 1986 og var fundurinn staðfestur með myndum teknum með Hubble-sjónaukanum sem er á braut um jörðu. Tunglið hefur ekki hlotið endanlegt nafn en er til bráðabirgða auðkennt með S/1986 U 10. Talan 10 vísar til þess að þetta er 10. tunglið sem finnst á myndum Voyagers.

    Tungl Úranusar eru nú orðin 21 talsins. Satúrnus einn hefur fleiri tungl að því er best er vitað (sjá  fréttina um ný tungl Satúrnusar).

Þ.S. okt. 1999
Texta breytt í  nóv. 2000