Tunglmyrkvinn 28. október 2004

Þessi myrkvi sást vel frá Íslandi því að tungl var hátt á lofti og veður hagstætt víðast hvar. Í Reykjavík lagðist þó skýjahula yfir himin áður en tunglið var að fullu myrkvað svo að færri sáu almyrkvann en vildu. Fyrri myndin hér að neðan sýnir tunglið kl. 01:13, rétt áður en það snerti alskuggann. Á þeirri stundu var tunglið í svonefndum hálfskugga, þar sem sólin nær að skína að hluta til. Hálfskugginn er þarna býsna greinilegur, einkanlega við þá rönd tunglsins sem er að ganga inn í alskuggann. Seinni myndin er tekin nálægt miðjum myrkva, milli kl. 03:00 og 03:30. Þá átti tungl að heita almyrkvað, en eins og oftast gerist, beindi lofthjúpur jarðar rauðleitri skímu inn í jarðskuggann og lýsti tunglið upp.

 

Þessi mynd var tekin í Reykjavík með Olympus C-770 myndavél (Þ.S.)

Þessi mynd var tekin í Hafnarfirði með Meade sjónauka, 30 cm í þvermál (Snævarr Guðmundsson)


Almanak Háskólans

Þ.S. 29.10. 2004