Halastjarna á himni

Ţessa dagana er halastjarna sýnileg á kvöldhimninum frá Íslandi, hátt á vesturhimni eftir ađ dimmt er orđiđ. Hún er ekki sérlega björt, á mörkum ţess ađ sjást međ berum augum, en sést greinilega í handsjónauka sem óskýr ljóshnođri. Halastjarna ţessi gengur undir nafninu 2006 M4 SWAN, gjarnan stytt í SWAN. Nafniđ vísar til tćkis sem er um borđ í gervitunglinu SOHO og kannar áhrif sólvindsins á vetni í nćrgeimnum (SWAN er stytting á "Solar wind anisotrophies"). Halastjarnan fannst á myndum sem teknar voru međ tćkinu í júní s.l. Ţegar ţetta er ritađ (19. október) er hún í stjörnumerkinu Hjarđmanni (Boötes), en hreyfist um ţađ bil 2 gráđur á dag, gengur inn í stjörnumerkiđ Norđurkórónuna hinn 23. október og ţađan yfir í Herkúlesarmerki. Hinn 17. október var hún rétt ofan viđ stjörnuna Gamma í Hjarđmanni, sbr. kortiđ á ţessari vefsíđu:

 http://www.aerith.net/comet/catalog/2006M4/2006M4.html

Kortiđ er ekki alveg nákvćmt ţví ađ ferillinn er teiknađur sem röđ af beinum línum milli reiknađra punkta í stađ sveiglínu. 

Viđbót 24. nóv. Halastjarnan er nú í námunda viđ stjörnuna Altair, björtustu stjörnuna í stjörnumerkinu Erninum. Birtustig hennar er um +8,0 svo ađ sjónauka ţarf til ađ sjá hana.

Ţ.S. 19.10. 2006. Viđbót 24.11.06

Almanak Háskólans