Almanak Háskólans
 

 
Sólblossinn 7. mars 2012

    Hinn 7. mars s.l. kl. 00:00 ađ íslenskum tíma varđ mikill sólblossi yfir stórum hóp sólbletta á norđurhveli sólar. Blossanum fylgdi kórónugos ţar sem stórt ský rafagna ţeyttist út í geiminn. Rafagnaskýiđ náđi til jarđar kl. 11 nćsta dag, eftir hálfan annan sólarhring, og olli segulstormi, hinum mesta síđan 2005. Storminum fylgdu mikil og falleg norđurljós. Mynd sem tekin var af norđurljósunum hér á landi birtist á hinum vinsćla vef www.spaceweather.com og hefur vafalaust vakiđ verđskuldađa athygli. Hér fyrir neđan er ţessi mynd endurbirt, međ leyfi ljósmyndarans, ásamt öđrum myndum sem snerta ţennan atburđ.
 


Ţessa fallegu mynd tók Jónína Óskarsdóttir á Fáskrúđsfirđi kl. 22:30 ađ kvöldi 8. mars. Myndin er tekin međ Canon EOS 5D myndavél og 14 mm linsu sem spannar 104° á langveginn. Lýsingartíminn var 1 sekúnda. Athuga ber ađ litirnir sem myndavélin sýnir eru ekki alveg eins og augađ greinir ţá í svo daufu ljósi. Hvirfillinn ţar sem norđurljósakórónan myndast er á ţeim stađ sem segulhallanál myndi stefna á, um 15° frá hápunkti himins, í stefnu lítiđ eitt til austurs frá suđri (samsvarandi misvísun áttavitanálarinnar).

   

Ţessi mynd sýnir sólina skömmu áđur en blossinn birtist. Myndin er fengin af  vefsíđu bandarísku geimferđastofnunarinnar. Myndin er frá gervitunglinu SDO (Solar Dynamics Observatory) sem er jarđsnúningsbundiđ gervitungl í 42 ţús. km fjarlćgđ frá jarđarmiđju (1/9 af fjarlćgđ mánans). Stćrđ jarđar er sýnd til samanburđar viđ sól á myndinni.

Hér fyrir neđan eru myndir frá sama gervitungli, teknar í fjarútfjólubláu ljósi sem sýnir hitastigiđ hátt yfir yfirborđi sólar. Myndirnar tvćr eru teknar međ mínútu millibili og sýna sólblossann vel.

Nćst koma svo fjórar myndir frá gervitunglinu SOHO (Solar and Heliospheric Observatory) sem heldur sig í jafnvćgisstöđu milli jarđar og sólar, fjórum sinnum lengra frá jörđ en tungliđ (máninn). Myndirnar sýna hvernig kórónuskvettan ţeytist frá sól á einni klukkustund, frá kl. 00:42 til kl. 01:42. Sólin sjálf sést ekki ţví ađ hringlaga skífa (kringla) er notuđ til ađ skyggja á hana til ađ forđa myndavélinni frá ofbirtu, en í miđju skífunnar er hvítur hringur sem samsvarar stćrđ sólar.Nćst koma samsettar myndir úr Fermi-sjónaukanum sem er á braut um jörđu. Sjónauki ţessi greinir gammageisla utan úr himingeimnum og nćr ađ mynda allt himinhvolfiđ mörgum sinnum á dag. (Hver mynd úr sjónaukanum nćr yfir 20% af himinhvolfinu.) Gammageislar eru afar orkumiklar rafsegulbylgjur. Ađ jafnađi berst lítiđ af slíkum bylgjum frá sólinni. Á Fermi-myndunum skín ađ jafnađi bjartast svonefnd Vela-tifstjarna, leifar sprengistjörnu í stjörnumerkinu Seglinu (Vela) sem er á suđurhveli himins. Í kjölfar sólblossans 7. mars varđ sólin hins vegar hundrađfalt bjartari en Vela-tifstjarnan. Ţetta sést á samsettu myndunum hér fyrir neđan sem hvor um sig sýna allan himininn. Vetrarbrautin skiptir myndunum í helminga. Gammablossinn stóđ í klukkustund.
  

Ađrar upplýsingar eru á vefsíđu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA ţar sem ţessar myndir var ađ finna (sjá hér).
 

Loks koma línurit úr segulmćlingastöđinni í Leirvogi sem sýna hvernig segulsviđ jarđar brást viđ. Truflunin hófst kl. 11 hinn 8. mars og náđi hámarki milli kl. 03 og 09 hinn 9. mars. Efsta línuritiđ (Z)sýnir lóđréttan sviđsstyrk; í miđjunni (H) sést láréttur styrkur og neđst (D) sést áttavitastefnan. Stefnan sveiflađist um tćpar 8 gráđur í ţessum mikla stormi.  

  Ţ.S. 10.3. 2012. Síđasta viđbót 4.4. 2012

 

  Almanak Háskólans