Forsíða

Loftsteinninn 12. september 2018  

Svo vel vildi til að einn sjónarvotta að þessum loftsteini, Sandri Shabansson, var einmitt að ljósmynda norðurljósin þegar blossinn birtist. Sandri var staddur á Mýrum, milli Álftár og Langár. Á mynd sem hann tók og fylgir hér með hefur hann merkt inn slóð loftsteinsins eins og hann telur hana hafa verið. Glögglega má sjá stjörnur á myndinni, og kemur þar fram að vígahnötturinn hefur birst í stjörnumerkinu Hjarðmanni, skammt frá stjörnunni Arktúrusi. Því miður hafa ekki borist jafn nákvæmar lýsingar frá öðrum stöðum og hefur því ekki verið unnt að reikna feril steinsins.

                                             
Þ.S. 18.9. 2018