Plútó aftur orđinn ysta reikistjarnan

      Plútó er venjulega talinn ysta reikistjarnan í sólkerfinu, en vegna ţess hve braut hans um sólu er er ílöng, getur hann gengiđ inn fyrir braut nćstu reikistjörnu, Neptúnusar. Ţetta gerđist einmitt áriđ 1979, og hefur Plútó síđan veriđ nćr sól en Neptúnus. Í ár (1999) gekk Plútó svo aftur út fyrir braut Neptúnusar. Hvađa dag ţađ myndi gerast, var ekki alveg víst. Smávćgileg óvissa ríkir enn um gang ystu reikistjarnanna og stöđugt er unniđ ađ ţví ađ endurbćta brautarreikningana. Hvađ Plútó snertir er rétt ađ benda á ađ athuganir ná ađeins yfir fjórđung af umferđartíma hans um sól, sem er 250 ár.

      Í Almanaki Háskólans fyrir áriđ 1999 segir ađ Plútó gangi út fyrir braut Neptúnusar í júnímánuđi. Ţetta var byggt á gamalli heimild sem ţví miđur reyndist ótraust. Nýrri upplýsingar benda til ţess ađ umrćddur atburđur hafi orđiđ í febrúar. Samkvćmt gögnum frá stofnunum sem annast útgáfu alţjóđlegra stjörnualmanaka gerđist ţetta hinn 9. febrúar, en nýjustu tölur frá bandarísku geimferđastofnuninni NASA benda fremur til 10. eđa 11. febrúar. Fjarlćgđ beggja reikistjarna frá sólu var ţá 4,5 milljarđar kílómetra (30,1 stjarnfrćđieining), en ţćr komu ţó ekki nćrri hvor annarri; biliđ milli ţeirra var 4,1 milljarđur km (27,5 stjarnfrćđieiningar) svo ađ árekstarhćtta var engin!

Ţ.S. jan. 1999
Síđast breytt í 11. júlí 1999