| 
			Hinn 
			12. ágúst 2018 skaut Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) á loft 
			geimkanna sem bar nafnið Parker. Nafnið var valið til heiðurs 
			stjarneðlisfræðingnum Eugene Parker sem fyrstur varð til að setja 
			fram kenningu um sólvindinn, straum rafagna sem flæðir frá sólu 
			(1958). Kannanum var skotið á braut sem er afar  ílöng og 
			fer nær sólu en nokkur kanni hefur áður gert. Fær hann þá meiri hraða 
			en dæmi eru um. Alls mun kanninn ganga sjö sinnum um sólina áður en 
			rannsóknaferlinu lýkur árið 2025. Hinn 21. nóvember 2021, í fimmtu 
			umferðinni, var Parker aðeins 10 milljón km frá yfirborði sólar. Hraði 
			hans var þá 530 þúsund km á sekúndu. Með hverri umferð fer 
			kanninn nær sólu. Að sjálfsögðu eru miklar ráðstafanir gerðar til að 
			hindra það að hitinn frá sólinni eyðileggi mælitækin, en óvíst er 
			hve lengi þær ráðstafanir duga.
 
			Á 
			myndinni hér fyrir neðan, sem fengin er af einni vefsíðu NASA, sést 
			ferill kannans. Gulu baugarnir eru þeir ferlar sem kanninn hefur 
			þegar þrætt, en ófarnir ferlar eru sýndir með rauðum lit.  
			Umferðarbrautir reikistjarnanna (jarðar, Venusar og Merkúríusar) 
			sjást til samanburðar. |