| Birtuflokkun stjarna | 
| Þeim stjörnum sem sýnilegar eru berum augum var að fornu 
				skipt í sex flokka eftir birtu. Björtustu stjörnurnar töldust í 
				1. flokki en þær daufustu í 6. flokki. Nú á dögum er þessi 
				hugmynd lögð til grundvallar en birtustigin skilgreind með 
				nákvæmni eftir mældum ljósstyrk. Fyrsta stigs stjarna er sem 
				næst 2,5 sinnum bjartari en annars stigs stjarna, sem er aftur 
				2,5 sinnum bjartari en þriðja stigs stjarna o.s.frv. Hlutfallið 
				miðast við það að sjötta stigs stjarna sé nákvæmlega hundrað 
				sinnum bjartari en fyrsta stigs stjarna. Samræmis vegna hefur 
				orðið að gefa nokkrum björtustu stjörnunum stigatölur sem eru 
				lægri en 1, jafnvel lægri en 0 (mínusstig). Hærri stigatölur eru 
				svo notaðar til að einkenna stjörnur sem eru svo daufar að þær 
				sjást ekki með berum augum. Fjöldi fastastjarna í mismunandi flokkum er um það bil þessi: Birtustig           
				-1     0     1      
				2       3       
				4        5          
				6 Þarna er miðað við að 6. flokkur, til dæmis, nái yfir þær stjörnur sem eru á birtustigi frá 5,5 til 6,5. Þótt venjulega sé talið að stjörnur sem eru daufari en þetta sjáist ekki með berum augum, eru mörkin ekki skýr, og þess eru dæmi að fólk með afburðasjón hafi greint stjörnur í 7. og jafnvel 8. flokki. Þegar birtustig stjörnu er tilgreint er ávallt miðað við að stjarnan sé beint yfir athugandanum. Ef stjarnan er nær sjóndeildarhring fer ljósið lengri leið gegnum andrúmsloft jarðar og deyfist því meira. Deyfingin er allbreytileg, en við bestu skilyrði nemur hún 0,1 birtustigi þegar stjarnan er í 45° hæð, 1 stigi við 10° hæð, 2 stigum við 4° hæð, 3 stigum við 2° hæð, 4 stigum við 1° hæð og 6 stigum við sjónbaug. 
 |