Verða mikil stjörnuhröp nóttina 18.-19. nóvember?

Nokkra daga á ári hverju fer jörðin gegnum loftsteinastrauma og sjást þá óvenjumörg stjörnuhröp á himni. Helstu straumarnir hafa hlotið sérstök nöfn sem dregin eru af heitum þeirra stjörnumerkja er stjörnuhröpin virðast stefna frá. Í Almanaki Háskólans er merkt við þá daga sem von er á loftsteinadrífum. Dagarnir eru ekki alveg fastbundnir, m.a. vegna hlaupáranna, en dagsetningarnar breytast yfirleitt hægt í tímanna rás.

Ein frægasta loftsteinadrífan er væntanleg nóttina 18. -19. nóvember í ár. Þessi drífa heitir Leonítar, kennd við stjörnumerkið Leo (Ljónið). Í venjulegu ári eru Leonítarnir ekki ýkja margir, á að giska tíu á klukkustund séð frá hverjum stað. En á 33 ára fresti eða þar um bil geta stjörnuhröpin orðið eins og skæðadrífa, yfir hundrað þúsund á klukkustund.  Hįmarkiš er ekki bundiš viš eitt skipti heldur getur žaš dreifst į fleiri įr. Sķšustu fjögur įrin hafa Leonķtarnir veriš įberandi, og hugsanlegt er aš žeir verši žaš einnig ķ žetta skipti, en žaš veršur žį lķklega hiš sķšasta ķ žessari lotu. Samkvęmt nżjustu spįm er hįmark vęntanlegt um kl. 4 aš morgni 19. nóvember og ęttu įhugamenn žį aš lķta til himins, žvķ aš nęsta tękifęri žessu lķkt veršur ekki fyrr en eftir žrjįtķu įr, jafnvel ekki fyrr en 2098 ef Jśpķter truflar braut halastjörnunnar įriš 2029 eins og nokkrar lķkur eru į. Žvķ mišur veršur fullt tungl lofti hér į landi ķ žetta skipti og mun žaš gera athugendum erfišara aš sjį stjörnuhröpin. 

Leonítarnir urðu heimsþekktir árin 1832-1833 þegar mestu skæðadrífur loftsteina sem sögur fara af sáust víða um lönd. Loftsteinar þessir  fylgja braut halastjörnunnar Tempel-Tuttle um sólu, en umferðartími hennar er einmitt 33 ár. Halastjarnan er kennd við stjörnufræðingana William Tempel og Horace Tuttle sem fundu hana óháðir hvor öðrum um um áramótin 1865-66. Hún gengur eftir mjög ílangri braut sem nær út fyrir braut Úranusar og rétt inn fyrir braut jarðar. Mestu loftsteinadrífurnar virðast koma nokkru eftir að halastjarnan hefur gengið inn fyrir jarðbrautina. 

Leonítarnir eru ekki eini loftsteinastraumurinn sem tengist halastjörnu, og almennt er talið að slíkir straumar eða sveimar verði til á þann hátt að ryk og steinvölur losni frá halastjörnunni og dreifist smám saman eftir braut hennar. Žetta gerist gjarnan žegar halastjarnan er ķ sólnįnd. Ef braut halastjörnunnar sker braut jarðar um sólu, eša žvķ sem nęst, sjást stjörnuhröp í hvert sinn sem jörðin nįlgast skuršpunktinn, þ.e. einu sinni á ári. Sé efnið dreift nokkuð jafnt eftir allri braut halastjörnunnar, sést svipaður fjöldi stjörnuhrapa á hverju ári.  En ef efnið hefur ekki haft tíma til að dreifast og er enn í þéttum mekki á einum stað á brautinni, verða stjörnuhröpin mest þegar jörðin gengur í gegnum þann mökk. Þannig skýra menn það að Leonítarnir skuli vera svo áberandi á 33 ára fresti. Mökkurinn sem þeim veldur, gengur um sólu með sama umferðartíma og halastjarnan sjálf. Nįkvęmar athuganir hafa leitt ķ ljós aš mökkurinn skiptist ķ ašgreinanleg skż žannig aš fleiri en einn toppur getur oršiš ķ hverju hįmarki. Žannig er bśist viš öšrum toppi milli kl. 10 og 11 aš morgni 19. nóvember ķ įr aš ķslenskum tķma, og gęti sį toppur sést frį Noršur-Amerķku. 

                                                                                          
Ž.S. nóv. 2002