Leiđréttingar  

1. Í Almanaki fyrir 2018, bls. 75, eru tungl Júpíters sögđ vera 67 talsins. Nú hefur veriđ tilkynnt um fund tólf tungla til viđbótar ţannig ađ fjöldinn telst nú 79. Flest eru ţessi nýju tungl mjög lítil og langt frá Júpíter.
2. Samkvćmt mćlingu Snćvars Guđmundssonar á ljósdeyfingu myrkvastjörnunnar Algol hinn 29. desember 2017 var hámyrkvinn 8 mínútum síđar en tafla almanaksins sagđi til um. Ţessa leiđréttingu ţyrfti ţví ađ gera á öllum tímasetningum í töflunni á bls. 70 í almanaki 2018.
3. Í apríl 2018 var tilkynnt ađ nafni Afríkuríkisins Svasilands hefđi veriđ breytt í Esvatíni (eSwatini).
4. Hinn 5. maí 2018 var klukkunni í Norđur-Kóreu flýtt um hálftíma til samrćmis viđ klukkuna í Suđur-Kóreu. Er hún nú 9 stundum á undan íslenskum tíma. Ţegar ţetta fréttist var búiđ ađ prenta almanak ársins 2019 svo ađ ekki var unnt ađ leiđrétta tímatöluna viđ borgina Pjongjang á bls. 94.

29. júní 2017. Síđasta viđbót 31. ágúst 2018.

Almanak Háskólans