Ćtti jóladagur ađ vera 21. desember?

      Í sjónvarpsfréttum Stöđvar 2 hinn 21. desember 2009 var sagt ađ jól kristinna manna vćru haldin 25. desember af ţví ađ sá dagur hefđi á dögum Rómverja veriđ talinn sólstöđudagur. Ef Rómverjar hefđu reiknađ rétt, myndi jóladagur vera 21. desember, var sagt í fréttinni. Ţessi fullyrđing fćr tćplega stađist. Í fyrsta lagi er engan veginn víst ađ kristnir menn hafi miđađ viđ sólstöđurnar ţegar fariđ var (á 4. öld) ađ halda fćđingardag Krists hátíđlegan. Kenning ţessa efnis mun ekki hafa komiđ fram fyrr en á 18. öld, og ađrar skýringar hafa veriđ gefnar á dagsetningunni. En jafnvel ţótt kenningin stćđist, er skekkjan ekki eins mikil og ţarna er gefiđ í skyn. Eftir tímatalsleiđréttingu Sesars bar sólstöđurnar oftast upp á 23. desember eftir júlíönsku tímatali. Skekkjan hjá Rómverjum hefur ţví ekki veriđ fjórir dagar heldur tveir. Leiđrétting á ţeirri skekkju hefđi ţví í mesta lagi flutt jóladag til 23. desember, ađ ţví gefnu ađ jóladagur hafi átt ađ vera á sólstöđum, en ţađ er óvíst eins og fyrr segir. Viđ ţetta má bćta, ađ rangt er ađ tala um reikniskekkju hjá Rómverjum ţví ađ ţeir hlutu ađ styđjast viđ mćlingar en ekki útreikninga.

Ţ.S. 22. des. 2009 

 

Almanak Háskólans