Hćnufetiđ og hádegiđ

      Þegar sól fer að hækka á lofti eftir vetrarsólstöður og daginn að lengja er stundum sagt að munurinn nemi hænufeti á dag. Þessarar sérstöku merkingar orðsins "hænufet" er getið í orðabókum. En hversu stórt skyldi þetta hænufet vera? Á liðnum árum hefur það oft komið fyrir, bæði í útvarpi og sjónvarpi, að menn hafa vitnað í almanakið og talið að hænufetið næmi um það bil einni mínútu, því að sólargangurinn í Reykjavík lengdist um mínútu fyrsta daginn eftir vetrarsólstöður. En þarna gætir misskilnings sem vert er að leiðrétta. Tölurnar í sólargangstöflum almanaksins eru gefnar upp á heila mínútu. Ef reiknuð niðurstaða er nálægt því að standa á hálfri mínútu, þarf lítið til að breyta tölunni í töflunni - jafnvel sekúndubrot gæti ráðið úrslitum um hvort sólsetur teldist kl. 15 30 eða kl. 15 31 svo að dæmi sé tekið. Ef sólseturstíminn breytist úr 15 30 í 15 31 í töflunum en sólarupprás helst á sama tíma, merkir það ekki endilega að sólargangurinn hafi lengst um heila mínútu. Það sannar jafnvel ekki að lengd sólargangsins hafi breyst því að færsla á hádegistímanum getur leitt til þess að tími sólarupprásar eða sólarlags breytist, eins og síðar verður vikið að.

      Til ţess ađ ganga úr skugga um hve mikiđ sólargangurinn lengist fyrst eftir vetrarsólstöđur, verđur ađ reikna međ sekúndunákvćmni. Í ljós kemur ađ niđurstađan fer mjög eftir breidd stađarins en einnig er hún breytileg frá ári til árs ţótt á sama stađ sé. Ástćđan er sú ađ sólstöđurnar ber ekki alltaf upp á sama tíma sólarhringsins. Međ sólstöđum (eđa sólhvörfum) er átt viđ ţá stund ţegar sólin kemst lengst til suđurs eđa norđurs miđađ viđ stjörnurnar á himinhvelfingunni. Ef sólstöđur eru t.d. undir lok sólstöđudags, verđur mjög lítill munur á lengd sólargangs ţess dags og hins nćsta. Mestur verđur munurinn ef sólstöđurnar eru í byrjun dags (sjá viđauka neđst). Þær tölur sem hér fara á eftir miðast við að sólstöður beri upp á miðjan dag (hádegi). Fyrsta sólarhring frá sólstöðum lengist sólargangurinn í Reykjavík um 9 sekúndur. Annan daginn lengist hann um 27 sekúndur og þriðja daginn um 44 sekúndur. Þetta eru sem sagt "hænufetin" í Reykjavík. Á Akureyri er fyrsta hænufetið 12 sekúndur, hið næsta 37 sekúndur og hið þriðja 62 sekúndur. Eins og sjá má, fara tölurnar ört hækkandi en mismunatölur þeirra eru því sem næst jafnar.

      Meðfylgjandi línurit sýnir hvernig lengd sólargangsins breytist yfir árið í Reykjavík. Breytingin er nokkuð jöfn, nema kringum sólhvörfin. Örasta breyting í Reykjavík er tćpar 7 mínútur á dag, en međaltaliđ er 5,6 mínútur. Á Akureyri er međalbreytingin 6,8 mínútur á dag, en örasta breytingin um 8 mínútur á dag. Í Reykjavík er stysti sólargangur 4 stundir og 9 mínútur, en sá lengsti 21 stund og 10 mínútur. Á Akureyri er stysti sólargangur 3 stundir og 6 mínútur, en lengstur verđur hann 23 stundir og 40 mínútur. Í Grímsey er stysti sólargangur 2 stundir og 15 mínútur, en um hásumariđ er sól á lofti ţar í heilan mánuđ án ţess ađ setjast. 


 

Hve miklu munar í mínútum milli daga má áćtla af eftirfarandi lista sem sýnir nokkurn veginn hvenćr munurinn nćr heilum mínútum og hámarksgildum. Mínustölur tákna ađ dagurinn er ađ styttast.
 
 Jan  1.    3 mín.
 Jan  5.    4 mín.
 Jan 12.   5 mín.
 Jan 22.   6 mín.
 Apr 29.  6,8 mín. 
 Maí 25.  6 mín.
 Jún   3.   5 mín.
 Jún   8.   4 mín.
 Jún 12.   3 mín.
 Jún 15.   2 mín.
 Jún 18.   1 mín.
 Jún 21.   0 mín.
 Jún 23.  –1 mín.
 Jún 26.  2 mín.
 Jún 29.  –3 mín.
 Júl    3.  4 mín.
 Júl    8.  5 mín.
 Júl  17.  6 mín.
 Ágú 13. 6,6 mín.
 Nóv 16. 6 mín.
 Nóv 29. 5 mín.
 Des   5.  4 mín.
 Des 10.  3 mín.
 Des 14.  2 mín.
 Des 18.  1 mín.
 Des 21.   0 mín.
 Des 24.   1 mín.
 Des 28.   2 mín.

 

      Þegar daginn fer að lengja fyrst eftir vetrarsólstöður, virðast áhrifin meiri síðdegis en að morgninum. Fyrstu dagana seinkar jafnvel sólarupprásinni, gagnstćtt ţví sem búast mćtti viđ, svo ađ sólin kemur upp örlítiđ seinna á jólum en á sólstöđunum. Þetta stafar af því að hádegið - sá tími þegar sól er hæst á lofti - er ađ fćrast til, þ.e. hádeginu seinkar eftir klukkunni að dæma. Klukkur eru stilltar eftir meðalsól og er þá reiknað með að sólarhringurinn sé nákvæmlega 24 stundir en í raun eru sólarhringarnir örlítið mislangir þannig að munurinn nemur hátt í mínútu á lengd stysta og lengsta sólarhrings yfir árið. Með sólarhring er átt við þann tíma sem líður frá því að sól er í suðri þar til hún er aftur í suðri. Um vetrarsólstöður er lengd sólarhringsins nálægt hámarki, um ţađ bil hálfa mínútu fram yfir 24 stundir. Ţess vegna seinkar hádeginu lítið eitt frá degi til dags á ţessum árstíma eftir klukkunni ađ dćma. Fćrsla hádegisins yfir áriđ er sýnd á međfylgjandi teikningu. Tímarnir miđast viđ Reykjavík en sveiflan lítur eins út hvar sem er á jörđinni ţótt tímatölurnar breytist. Í Reykjavík er hádegi ađ međaltali kl. 13 28.  Sveiflan nemur um ţađ bil stundarfjórđungi í hvora átt frá međaltalinu. Í Reykjavík sveiflast hádegistíminn frá kl. 13 42 í febrúar til kl. 13 11 í nóvember, en eins og myndin ber međ sér er fćrslan ekki jöfn. Á Akureyri er hádegiđ seinast kl. 13 27 en fyrst kl. 12 56  en međaltaliđ ţar er kl. 13 12.


      Orsök þess að sólarhringarnir eru mislangir er tvíþætt: sporbaugslögun jarðbrautarinnar, sem veldur því að jörðin gengur mishratt á braut sinni um sólina, og halli jarðmöndulsins sem leiðir til þess að sólin er ekki stöðugt yfir miðbaug jarðar heldur færist til norðurs og suðurs eftir árstíðum. Til að skýra málið nánar er best að bera sólarhringinn saman við "stjörnuhringinn" (stjörnudaginn), það er tímann frá því að fastastjarna er í suðri þar til hún er aftur í suðri. Þessi tími breytist lítið sem ekkert og mælist 23 stundir 56 mínútur og 4 sekúndur. Sólarhringurinn er nokkrum mínútum lengri því að sólin færist daglega um það bil eina gráðu á himni miðað við fastastjörnurnar. Ef sólin og einhver fastastjarna eru í suðri á sama tíma tiltekinn dag (eru á sama tímabaug sem kallað er), verða þær ekki í suðri samtímis næsta dag. Sólin verður þá aðeins austar á himni en fastastjarnan og kemst síðar í hásuður. Sýndarhreyfing sólar miðað við fastastjörnurnar er ekki jöfn; hröðust er hún þegar jörð er næst sólu, í byrjun janúar, en hægust þegar jörð er fjærst sólu, í byrjun júlí. Þetta verður til að lengja sólarhringinn eilítið í janúar en stytta hann í júlí.

      En þó að hreyfing sólar miðað við stjörnurnar væri jöfn allt árið, myndu áhrif þessarar hreyfingar á lengd sólarhringsins eftir sem áður verða breytileg eftir árstíðum. Skýringin er sú að sólin hreyfist ekki beint til austurs nema rétt um sólstöðurnar og það er einungis hreyfingin til austurs sem skiptir máli í þessu sambandi. Frá vetrarsólstöðum fram að sumarsólstöðum er sólin jafnframt á norðurleið miðað við stjörnurnar, en frá sumarsólstöðum að vetrarsólstöðum er hún á suðurleið. Hreyfing sólar til austurs er mest kringum sólstöðurnar (sumar- og vetrarsólstöður) og verður þá til að lengja sólarhringinn hvað mest. Áhrifin magnast einnig vegna þess að sólin er þá lengst frá miðbaug himins þar sem bilið milli tímabauga er minna en við miðbaug. Um vetrarsólstöður verður því tvennt til að lengja sólarhringinn: nálægð sólar við jörð, sem eykur sýndarhreyfingu sólar miðað við fastastjörnurnar, og staða sólar syðst í árlegri sveiflu á himni, sem verður til þess að hreyfingin beinist í austur og áhrif hennar magnast. Þetta skýrir hvers vegna hádeginu seinkar svo mjög frá degi til dags einmitt á þessum tíma, en því fylgir jafnmikil seinkun á sólarupprás og sólsetri. Sólarupprás verður því seinna en við mætti búast og sólsetur sömuleiðis, fyrst eftir að daginn fer að lengja.

      Ţegar sól er á norđurleiđ eftir vetrarsólstöđur verđur síđdegiđ, ţ.e. tíminn frá hádegi til sólarlags, ađeins lengri en árdegiđ, tíminn frá sólarupprás til hádegis. Ţetta stafar af ţví ađ viđ sólsetur er sólin komin örlítiđ lengra til norđurs en hún var viđ sólarupprás. Á sama hátt verđur árdegiđ lengra en síđdegiđ ţegar sól fer ađ lćkka á lofti eftir sumarsólstöđur. Munurinn er mestur rúmum mánuđi fyrir og eftir sumarsólstöđur og nemur ţá tveimur og hálfri mínútu í Reykjavík.

Viđauki
   
Eins og sagt var hér ađ framan lengist sólargangur mest fyrsta daginn eftir vetrarsólstöđur ef sólstöđurnar eru í byrjun dags, en minnst ef ţćr eru í lok dags. Áriđ 2006 voru vetrarsólstöđur kl. 00 22, en áriđ 2010 voru ţćr kl. 23 38. Ţetta eru ţau dćmi sem eru nćst dagsmörkum á tímabilinu frá 1980 til 2050. Í fyrra skiptiđ var "hćnufetiđ" í Reykjavík 18,7 sekúndur, en í síđara skiptiđ var ţađ 1,3 sekúndur. Ţegar sólstöđurnar eru nálćgt hádegi verđur hćnufetiđ í Reykjavík 9 sekúndur eins og fyrr segir.
 
                                                             Ţorsteinn Sćmundsson

Almanak Háskólans 1993. Síđasta viđbót 18. febrúar 2020. 

Almanak Háskólans