Merkilegar geimmyndir  

    Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) birti nýlega myndir sem teknar voru úr gervitunglinu DSCOVR (Deep Space Climate Observatory, einnig kallađ GoreSat) sem skotiđ var á loft í febrúar 2015. Gervitungl ţetta heldur sig nálćgt jafnvćgispunkti milli jarđar og sólar í 1,5 milljón kílómetra fjarlćgđ frá jörđ, fjórum sinnum lengra frá jörđinni en tungliđ (máninn). Séđ frá gervitunglinu getur ţađ gerst ađ tungliđ gangi milli gervitungls og jarđar og skyggi á jörđina ađ hluta. Ţetta gerđist 16. júlí s.l. og var ţá međfylgjandi mynd tekin.   Ţessi mynd er athyglisverđ fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi sýnir hún hversu dökkt tungliđ er miđađ viđ jörđina. Ţetta mun koma mörgum á óvart, sem horft hafa á tungliđ ţegar ţađ er fullt. En mćlingar sýna ađ tungliđ endurvarpar ađeins 7% af ţví sólarljósi sem á ţađ fellur og er ţví sannarlega dimmur hnöttur. Jörđin endurvarpar hins vegar 30% af sólarljósinu. Endurvarpiđ er mest í áttina til ljósgjafans (sólarinnar) og breytir ţađ ţessum tölum í 12% fyrir tungliđ og 37% fyrir jörđina. Á myndinni er tungliđ "fullt" frá gervitunglinu séđ, og jörđin sömuleiđis. Sú hliđ tungls sem ţarna sést, er hliđin sem snýr frá jörđu, svo ađ ţar sést ekki "karlinn í tunglinu" sem svo er nefndur. Stćrđarmunur tungls og jarđar er áberandi, en munurinn er reyndar meiri en myndin gefur til kynna ţví ađ tungliđ er nćr myndavélinni en jörđin. Ţvermál tunglsins er rúmlega fjórđungur af ţvermáli jarđar, en ekki rúmlega ţriđjungur eins og myndin gefur í skyn.

   Á myndinni kemur fram dökkur skuggi međfram hćgri rönd tunglsins. Ţetta er blekking sem stafar af ţví hvernig myndin er tekin. Í rauninni eru ţetta ţrjár myndir, hver međ sínum lit, sem sameinađar eru í eitt til ađ fá mynd í réttum litum. Myndirnar ţrjár eru teknar međ hálfrar mínútu millibili, og hreyfing tungls á ţeim tíma veldur ţví ađ sameinuđ mynd truflast viđ tunglröndina.

  Hér fyrir neđan má sjá hvernig tungliđ fćrist yfir jörđina, séđ frá gervitunglinu.Myndirnar eru fengar af vefsíđu Bandarísku geimvísindastofnunarinnar:

http://www.nasa.gov/feature/goddard/from-a-million-miles-away-nasa-camera-shows-moon-crossing-face-of-earth

Viđbót
Nú hefur geimvísindastofnunin komiđ upp sérstakri vefsíđu sem sýnir myndir af jörđinni teknar frá ţessu gervitungli mörgum sinnum á sólarhring. Gervitungliđ gerir ýmsar mćlingar á lofthjúpi og gróđri jarđar, en annađ helsta hlutverk ţess er ađ fylgjast međ sólinni og vara viđ sólgosum sem gćtu haft áhrif á hér á jörđ.

Ţ.S. 17. október 2015. Síđasta viđbót 30.10. 2015

Almanak Háskólans