Forsíđa
   
Fingrarím

II. kafli

Að finna tímamót í íslenska misseristalinu


Að finna sumardaginn fyrsta

Sumardagurinn fyrsti er fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl og getur því borið upp á dagana 19.-25. apríl. Þegar aðfarardagur ársins er þekktur, er hægt að finna sumardaginn fyrsta á þann hátt að byrja að telja á þeim fingurstað sem svarar til aðfarardagsins og telja þar fyrstu hugsanlegu dagsetninguna (19. apríl). Síðan er talið venjulegan hring (öfugan hring) þar til komið er á fingurtopp. Sú dagsetning sem þar lendir gefur þá sumardaginn fyrsta.

Dæmi: Árið 1970 hefur miðvikudag sem aðfarardag og situr á upplið innanverðum (sjá 15. mynd). Við byrjum að telja þar og setjum þar 19. apríl. 20. apríl lendir þá á upplið utanverðum, 21. á miðlið utanverðum, 22. á framlið utanverðum og 23. á toppinum. Þá er sumardagurinn fyrsti 1970 hinn 23. apríl. Annað dæmi: Árið 1968 var hlaupár og hafði því tvo fingurstaði, sem sé toppinn og framlið innanverðan. Sumardagurinn fyrsti kemur eftir hlaupársdag svo við eigum að nota seinni fingurstaðinn. Við setjum þá 19. apríl á framlið innanverðan, 20. apríl á miðlið innanverðan o.s.frv. þar til við komum á fingurtoppinn, en þar lendir 25. apríl sem var sumardagurinn fyrsti það ár. Rétt er að benda á, að ef aðfarardagur ársins er sunnudagur, er sumardagurinn fyrsti 19. apríl.
 

15. mynd. Fundinn sumardagurinn fyrsti 1970


Í gamla stíl var sumarkoman fyrsta fimmtudag eftir 8. apríl, þ.e. einhvern daganna 9. til 15. apríl. Til þess að finna sumardaginn fyrsta í gamla stíl skal byrjað með 9. apríl á þeim fingurstað sem svarar til aðfarardagsins og talið þar til komið er á upplið innanverðan. Þar er þá sumardagurinn fyrsti.

Sumarkomurnar í nýja stíl og gamla stíl eru sýndar í töflu IV og töflu V. Fyrri talan af hverjum tveimur er sá dagur aprílmánaðar sem sumardaginn fyrsta ber upp á. Nánari skýringar fylgja töflunum.
 

Að finna fyrsta vetrardag

Samkvæmt núgildandi reglum byrjar veturinn á laugardegi 21.-28. október. Til þess að finna dagsetninguna tiltekið ár, notum við aðferð sem er mjög svipuð þeirri sem lýst var fyrir sumardaginn fyrsta. Byrjað er að telja á þeim stað sem svarar til aðfarardags ársins, og er þar sett fyrsta dagsetningin sem til greina kemur (21. október). En í stað þess að telja fram á fingurtopp er nú talið einum skemmra, á framlið utanverðan. Dæmi: 1970. 21. október fellur á upplið innanverðan (sjá 16. mynd), 22. október á upplið utanverðan, 23. október á miðlið utanverðan og 24. okt. á framlið utanverðan. Fyrsti vetrardagur 1970 er þá 24. október.
 

16. mynd. Fundinn fyrsti vetrardagur 1970


Frá þessari reglu er þó ein undantekning. Í rímspillisárum (sjá neðar) verður fyrsti vetrardagur einni viku seinna en vera ætti samkvæmt reglunni, svo að þá verður að telja heilan hring í viðbót. Rímspillisár eru oftast á 28 ára fresti, en stöku sinnum á 40 ára fresti (þegar milli falla aldamótaár sem ekki eru hlaupár). Árið 1995 var rímspillisár. Aðfarardagur þess árs var laugardagur svo að við eigum að byrja að telja á framlið utanverðum og setja þar 21. október. Ef allt væri með felldu, ættum við ekki að þurfa að telja lengra, og fyrsti vetrardagur væri þá 21. október. En þar sem þetta er rímspillisár verðum við að telja í heilan hring í viðbót, og þegar við komum næst á framlið utanverðan verður þar 28. október, sem var fyrsti vetrardagur þetta ár, og reyndar öll rímspillisár.

Rímspillisár þekkist á því að aðfarardagur ársins er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár (hefur aðfarardagana sunnudag og mánudag). Frá þessari reglu er engin undantekning, en reglan sem Jón Árnason gefur bregst hins vegar einu sinni á hverjum 400 árum. Fyrsta dæmið um það var 1899, en næst gerist það árið 2299. Rímspillirinn raskar dagsetningum gömlu mánaðanna frá miðsumri það ár sem kallað er rímspillisár, fram á hlaupársdag næsta ár. Hann færir fram um viku heyannamánuð, tvímánuð, haustmánuð, gormánuð, ýli, mörsug, þorra og góu. Þessir mánuðir koma þá degi síðar en mögulegt er samkvæmt venjulegum rímreglum.

Að minnsta kosti frá 1500 og allt fram á 19. öld mun vetur hafa talist byrja á föstudegi í stað laugardags. Til þess að finna vetrarkomu á föstudegi (í nýja stíl) má nota alveg sömu aðferð og lýst er hér að ofan, nema hvað fyrsti dagurinn sem til greina kemur er þá 20. október en ekki 21. október.

Vetrarkoma í gamla stíl finnst með því að byrja með 11. október á fingurstað aðfarardags og telja fram á miðlið innanverðan. Samræmisins vegna er hér miðað við að vetur hafi byrjað á laugardegi, en sé miðað við föstudag, sbr. það sem áður er sagt, verður dagsetningin ávallt einum lægri, og við byrjum þá að telja með 10. október. Rímspillir hefur sömu áhrif í gamla stíl og nýja stíl, en í gamla stíl voru rímspillisár þegar svo bar undir að aðfarardagur ársins var þriðjudagur og hlaupár fór í hönd.

Vetrarkomurnar í nýja stíl og gamla stíl eru sýndar í töflu IV og töflu V. Seinni talan af hverjum tveimur er sá dagur októbermánaðar sem fyrsta vetrardag ber upp á, og er þá miðað við laugardag. Rímspillisárin eru auðkennd með feitu letri.
 

Að finna þorrakomu

Þorri hefst með föstudegi 19.-26. janúar. Aðferðin til að finna þorra er svo til samhljóða reglunni um sumardaginn fyrsta. Upphafsdagsetningin er sú sama (19. janúar í stað 19. apríl), og við teljum frá fingurstað aðfarardags fram á fingurtopp. Eina breytingin verður á eftir rímspillisári, þ.e. þegar næsta ár á undan er rímspillisár. Í þau skipti verður þorrakoman viku seinna en ella (26. janúar en ekki 19. janúar). Dæmi um þetta var 1996 sem hafði aðfarardagana sunnudag og mánudag. Þar eð þorrinn byrjar fyrir hlaupársdag, gildir fyrri aðfarardagurinn, og við setjum því 19. janúar á fingurtoppinn. En árið á undan var rímspillisár svo að við verðum að telja áfram í hring þangað til aftur er komið á toppinn. Fæst þá 26. janúar, sem var fyrsti dagur þorra það ár.

Til er önnur og einfaldari aðferð til að finna þorrakomu. Er þá byrjað á því að finna dagsetningu sumardagsins fyrsta. Þorrakoman er sama dag janúarmánaðar og sumarkoman er í apríl, nema í hlaupári, þá kemur þorrinn degi síðar. Árið 1996 var sumarkoman 25. apríl, og þar sem árið var hlaupár kom þorri 26. janúar, annars hefði þorrinn komið 25. janúar. Sé þessi aðferð notuð, þarf ekki að huga að rímspillisárum, en aðferðin er afbrigðileg að því leyti að hún hentar síður til að finna upphaf annarra mánaða sem raskast vegna rímspillis. Þó má vel nota hana til að finna fyrsta dag góu (sjá neðar).

Í gamla stíl byrjaði þorrinn 9.-16. janúar. Til þess að finna þorrakomu í gamla stíl er notuð sama aðferð og í nýja stíl, að því undanteknu að byrjað er að telja með 9. janúar og talið fram á upplið innanverðan.
 

Að finna upphaf annarra mánaða í íslenska misseristalinu

Sú regla, að byrja að telja með fyrstu hugsanlegu dagsetningu á þeim fingurstað sem svarar til aðfarardags ársins og telja fram á fingurtopp (í gamla stíl: fram á upplið innanverðan), gildir ekki aðeins fyrir fyrsta dag hörpu og þorra, heldur fyrir alla sex mánuði hins forna misseristals fram að miðsumri: þorra, góu, einmánuð, hörpu, skerplu og sólmánuð. Fyrir hina sex mánuðina eftir miðsumar, þ.e. heyannir, tvímánuð, haustmánuð, gormánuð, ýli og mörsug, gildir svo hin reglan, að telja skuli fram á framlið utanverðan (í gamla stíl: fram á miðlið innanverðan). Hið eina sem aðgæta þarf umfram þetta er rímspillirinn sem, eins og fyrr er sagt, hefur áhrif á upphaf heyannamánaðar, tvímánaðar, haustmánaðar, gormánaðar, ýlis, mörsugs, þorra og góu.

Rétt er að taka góuna sem dæmi því að hennar er tiltölulega oft getið. Í nýja stíl er fyrsta hugsanlega dagsetningin 18. febrúar. Byrjað er að telja á þeim fingurstað sem svarar til aðfarardags ársins og talið fram á fingurtopp. Ef aðfarardagurinn er sunnudagur, kemur góan 18. febrúar, nema á eftir rímspillisári, þá kemur hún viku seinna, 25. febrúar. Í gamla stíl var fyrsta hugsanlega dagsetningin 8. febrúar. Talið er fram á upplið innanverðan. Ef aðfarardagur ársins var miðvikudagur kom góan 8. febrúar, nema á eftir rímspillisári, þá kom hún viku seinna, 15. febrúar.

Um góuna gildir reyndar fljótvirkari aðferð hliðstæð þeirri sem nota mátti til að finna þorrakomu: góan kemur degi fyrr í febrúar en sumarkoman er í apríl, nema í hlaupári, þá er dagsetningin hin sama.
 

Um sumarauka

Sumarauki verður þegar aðfarardagur ársins (í hlaupári: seinni aðfarardagurinn) er sunnudagur, svo og þegar hann er laugardagur og hlaupár fer í hönd, en þá er rímspillir. Sumaraukaár eru því þau ár sem lenda á fingurtoppinum (fyrir hlaupár gildir seinni aðfarardagurinn), að viðbættum rímspillisárunum, sem lenda á framlið utanverðum. Sumaraukaár eru ýmist á 5 eða 6 ára fresti, en örsjaldan á 7 ára fresti (það kemur fyrir einu sinni á hverjum 400 árum). Í töflu IV eru sumaraukaárin þau ár sem hafa fyrsta vetrardag 27. eða 28. október.

Í gamla stíl var sumarauki þegar aðfarardagur ársins var miðvikudagur, svo og þegar hann var þriðjudagur og hlaupár fór í hönd (rímspillir). Í töflu V eru sumaraukaárin þau ár sem hafa fyrsta vetrardag 17. eða 18. október.
 

Töflur um sumarkomu og vetrarkomu

Tafla IV sýnir sumarkomu og vetrarkomu í nýja stíl. Fyrir hvert ártal eru tilgreindar tvær tölur með kommu á milli. Er þá fyrri talan dagsetning sumardagsins fyrsta í aprílmánuði en seinni talan dagsetning fyrsta vetrardags í október.

Dæmi: 1840. Við förum lóðrétt niður dálkinn sem hefur yfirskriftina 1800 þar til við komum á móts við ártalið 40. Þar standa tölurnar 23,24. Sumardagurinn fyrsti árið 1840 var þá 23. apríl, en fyrsti vetrardagur (laugardagurinn) 24. október. Tölurnar sem svara til ártalsins 1700 eru settar í sviga til að minna á að nýi stíll tók ekki gildi á Íslandi fyrr en í nóvember það ár. Feitletruðu tölurnar í töflunni auðkenna rímspillisárin.

Tafla V sýnir sumarkomu og vetrarkomu í gamla stíl, og er þá miðað við vetrarkomu á laugardegi eins og í töflu IV. Ártölin 400-1000 eru höfð með til að sýna uppbyggingu kerfisins sem felur í sér endurtekningu á 7 alda fresti, en íslenska misseristalið var ekki komið í fastar skorður fyrr en á 12. öld. Ártalið 1100 er haft í sviga þar sem óvissa ríkir um tímatal framan af öldinni. Sviginn um ártalið 1700 minnir á, að gamli stíll gildir þar aðeins fyrir aldamótaárið sjálft. Rímspillisárin eru auðkennd með feitletri í töflunni.
 
 

Tafla IV. Sumarkoma og vetrarkoma í nýja stíl
Ár
1700
2100
1800
2200
1900
2300
2000
2400
              0
(22,23)
24,25
19,27
20,21
              1    29    57    85
21,22
23,24
25,26
19,27
              2    30    58    86
20,21
22,23
24,25
25,26
              3    31    59    87
19,27
21,22
23,24
24,25
              4    32    60    88
24,25
19,27
21,22
22,23
              5    33    61    89
23,24
25,26
20,21
21,22
              6    34    62    90
22,23
24,25
19,27
20,21
              7    35    63    91
21,22
23,24
25,26
19,27
              8    36    64    92
19,27
21,22
23,24
24,25
              9    37    65    93
25,26
20,21
22,23
23,24
            10    38    66    94
24,25
19,27
21,22
22,23
            11    39    67    95
23,24
25,26
20,28
21,22
            12    40    68    96
21,22
23,24
25,26
19,27
            13    41    69    97
20,21
22,23
24,25
25,26
            14    42    70    98
19,27
21,22
23,24
24,25
                                    99
25,26
20,21
22,23
23,24
            15    43    71 
25,26
20,28
22,23
23,24
            16    44    72
23,24
25,26
20,21
21,22
            17    45    73
22,23
24,25
19,27
20,21
            18    46    74
21,22
23,24
25,26
19,27
            19    47    75
20,28
22,23
24,25
25,26
            20    48    76
25,26
20,21
22,23
23,24
            21    49    77
24,25
19,27
21,22
22,23
            22    50    78
23,24
25,26
20,21
21,22
            23    51    79
22,23
24,25
19,27
20,28
            24    52    80
20,21
22,23
24,25
25,26
            25    53    81
19,27
21,22
23,24
24,25
            26    54    82
25,26
20,21
22,23
23,24
            27    55    83
24,25
19,27
21,22
22,23
            28    56    84
22,23
24,25
19,27
20,21

 
Tafla V. Sumarkoma og vetrarkoma í gamla stíl
Ár
(400)
(1100)
(500)
1200
(600)
1300
(700)
1400
(800)
1500
(900)
1600
(1000)
(1700)
           0    28    56    84
12,13
13,14
14,15
15,16
9,17
10,11
11,12
           1    29    57    85
11,12
12,13
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
10,11 
           2    30    58    86
10,11 
11,12
12,13 
13,14 
14,15 
15,16 
9,17
           3    31    59    87
9,17
10,18
11,12 
12,13 
13,14 
14,15 
15,16 
           4    32    60    88 
14,15 
15,16 
9,17 
10,11 
11,12 
12,13 
13,14 
           5    33    61    89 
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
10,11 
11,12 
12,13 
           6    34    62    90 
12,13 
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
10,11 
11,12 
           7    35    63    91 
11,12 
12,13 
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
10,18 
           8    36    64    92
9,17 
10,11 
11,12 
12,13 
13,14 
14,15 
15,16 
           9    37    65    93 
15,16 
9,17 
10,11 
11,12 
12,13 
13,14 
14,15 
         10    38    66    94 
14,15 
15,16 
9,17 
10,11 
11,12 
12,13 
13,14 
         11    39    67    95 
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
10,18 
11,12 
12,13 
         12    40    68    96 
11,12 
12,13 
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
10,11 
         13    41    69    97 
10,11 
11,12 
12,13 
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
         14    42    70    98 
9,17 
10,11 
11,12 
12,13 
13,14 
14,15 
15,16 
         15    43    71    99 
15,16 
9,17 
10,18
11,12 
12,13 
13,14 
14,15 
         16    44    72 
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
10,11 
11,12 
12,13 
         17    45    73 
12,13
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
10,11 
11,12 
         18    46    74 
11,12 
12,13 
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
10,11 
         19    47    75 
10,18
11,12 
12,13 
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
         20    48    76 
15,16 
9,17 
10,11 
11,12 
12,13 
13,14 
14,15 
         21    49    77 
14,15 
15,16 
9,17 
10,11 
11,12 
12,13 
13,14 
         22    50    78 
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
10,11 
11,12 
12,13 
         23    51    79 
12,13 
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
10,18 
11,12 
         24    52    80 
10,11 
11,12 
12,13 
13,14 
14,15 
15,16 
9,17 
         25    53    81 
9,17 
10,11 
11,12
12,13 
13,14 
14,15 
15,16 
         26    54    82 
15,16 
9,17 
10,11 
11,12 
12,13 
13,14 
14,15 
         27    55    83 
14,15 
15,16 
9,17 
10,18
11,12 
12,13 
13,14