Efnisyfirlit almanakanna frá upphafi
Þorsteinn Sæmundsson tók saman

I. Efnisyfirlit Íslandsalmanaks (Almanaks Háskólans)

II. Efnisyfirlit Almanaks Þjóðvinafélagsins

III. Ljósmyndir í Almanaki Þjóðvinafélagsins

 

Það efnisyfirlit sem hér fylgir er í þremur hlutum. Í fyrsta hlutanum (I) er yfirlit um allt efni sem birst hefur í Íslandsalmanakinu (Almanaki Háskólans) frá því að það kom fyrst út, árið 1837. Í öðrum hluta (II) er rakið efni Almanaks Hins íslenska þjóðvinafélags frá upphafi (1875), þegar frá er talinn fremsti kaflinn,  þ.e. Íslandsalmanakið. Í þriðja hluta (III) er skrá yfir allar ljósmyndir sem birst hafa í Almanaki Þjóðvinafélagsins. Flestar myndanna fylgja Árbók Íslands, og myndirnar vísa því gjarna til atburða sem gerðust tveimur árum fyrr en ártal almanaksins gefur til kynna.

Margir af myndatextum árbókarinnar eru lengri en svo að þeir komist fyrir í efnisyfirlitinu. Hafi nöfn manna fallið brott, er þeirra getið annars staðar í yfirlitinu og nöfnin merkt með stjörnu (*). 

Athuga ber að greinar með sama heiti, sem birst hafa í fleiri en einum árgangi almanaks, geta verið ólíkar að efni.

Við samantekt efnis fram til 1967 var að mestu leyti stuðst við efnisyfirlit það sem Þorgerður Sigurgeirsdóttir tók saman og birtist í Almanaki Þjóðvinafélagsins 1968. Efninu hefur þó verið raðað með öðrum hætti en þar var gert og breytingar gerðar á stöku stað. Meðal annars hefur verið reynt að ráða í skammstafanir höfundarnafna. Í yfirliti Þorgerðar voru rösklega 1500 efnisatriði, en í því yfirliti sem hér birtist eru yfir 3600 atriði. Aukninguna má að nokkru leyti rekja til þess að myndum hefir fjölgað verulega og fleiri einstaklingar hafa verið nafngreindir á þeim.
 

Þ.S. 9.12.2006. Breytt 20.10.2007

Almanak Háskólans