Verða mikil stjörnuhröp ađ kvöldi 8. október?

Nokkra daga á ári hverju fer jörđin gegnum loftsteinastrauma og sjást ţá óvenjumörg stjörnuhröp á himni. Helstu straumarnir hafa hlotiđ sérstök nöfn sem dregin eru af heitum ţeirra stjörnumerkja er stjörnuhröpin virđast stefna frá. Í Almanaki Háskólans er merkt viđ ţá daga sem von er á loftsteinadrífum. Ţar er ţó ađeins getiđ um helstu drífur, og ađeins ţćr sem sjást frá norđurhveli jarđar. Mun fleiri drífur eru ţekktar, og stöku sinnum geta ţćr orđiđ mjög glćsilegar. Ein slík heitir Drakónítar, kennd viđ stjörnumerkiđ Drekann (Draco) sem gengur yfir hápunkt himins á Íslandi (sbr. kortiđ á bls. 71 í almanakinu). Ađ jafnađi er ţessi drífa lítt áberandi, en tvisvar á síđustu öld kom hún mönnum verulega á óvart. Var ţađ árin 1933 og 1946, en ţá sást á himni skćđadrífa stjörnuhrapa, fleiri en eitt á hverri sekúndu. Talsverđ aukning varđ líka árin 1998 og 2005, og í ár  hafa stjörnufrćđingar leitt líkum ađ ţví ađ meiri háttar sýning sé í uppsiglingu, nánar tiltekiđ ađ kvöldi 8. október, milli klukkan 16 og 22. Drakónítarnir tengjast halastjörnunni Giacobini-Zinner (21P) sem kennd er viđ tvo stjörnufrćđinga međ ţessum nöfnum. Ţegar jörđin fer gegnum braut ţessarar halastjörnu rekst hún á sćg smárra brota úr halastjörnunni sem dreifst hafa eftir brautinni. Sums stađar eru ţéttari hnyklar sem myndast hafa viđ óvenjulega virkni í halastjörnunni. Spáin í ár lýtur ađ ţví ađ jörđin kunni ađ fara gegnum hnykla sem myndast hafi seint á 19. öld. Ţótt spáin  sé engan veginn örugg, er vissara fyrir stjörnuáhugamenn ađ hafa augun hjá sér ađ kvöldi 8. október nćstkomandi. Ţess ber ađ gćta ađ ekki er orđiđ fyllilega dimmt hérlendis ("stjörnumyrkur") á ţessum árstíma fyrr en um eđa eftir klukkan 21, og birta frá tungli getur spillt athugunarskilyrđum.    

Ţ.S. 19. 9. 2011