Glitský
 

Glitský, öðru nafni perlumóðurský , eru  einstaklega litfögur ský sem helst sjást á heimskautasvæðum þegar kuldi í háloftunum verður óvanalega mikill. Á vefsvæði Alþjóða-veðurstofunnar segir að litbrigðin verði að öllum líkindum við ljósbrot í hnattlaga ískristöllum sem séu nokkrir míkrómetrar í þvermál. Um hitastigið segir að það sé – 85°C,  en á öðrum stað að það þurfi að vera lægra en –120°C. Báðar tölurnar eru á sama vefsvæði. Um hæð yfir jörðu er ekki getið, en aðrar heimildir segja 20–85 km (tölurnar eru mjög á reiki). Þau eru því í meiri hæð en venjuleg ský sem myndast í veðrahjúpnum. Glitský sjást gjarna þegar sól er skammt fyrir neðan sjóndeildarhring. Venjuleg ský eru þá í skugga. Meðfylgjandi mynd af glitskýi tók Snævarr Guðmundsson við vatnið Þveit í Hornafirði að kvöldi 24. janúar 2023.


Þ.S.  25.1. 2023

 

  Forsíða