Loftsteinninn í Súdan og bankahruniđ  

    Hinn 7. október á síđasta ári  féll loftsteinn í Núbíueyđimörkinni í Súdan. Ţetta var kl. 05:45 ađ stađartíma. Á "Stjörnufrćđivefnum" (www.stjörnuskodun.is) hefur ţrívegis veriđ fjallađ um ţennan loftstein: 6. október, 7. október og 5. apríl:
http://www.stjornuskodun.is/eldri-frettir/360-smastirni-a-leie-inn-i-lofthjupinn-i-nott-7-oktober
http://www.stjornuskodun.is/frettir/361-loftsteinn-fell-til-jardar-i-afriku
http://www.stjornuskodun.is/frettir/435-loftsteinafundur-i-sudan

    Viđ ţessa ágćtu umfjöllun má bćta nokkrum orđum. Eins og réttilega kemur ţar fram, er ţetta eina dćmiđ um loftstein sem hefur sést áđur en hann rakst á jörđina. Finnandinn var bandaríski stjörnufrćđingurinn Richard Kowalski sem hefur sérhćft sig í leit ađ reikisteinum sem koma nćrri jörđu. Kowalski var viđ rannsóknir međ sjónauka 1,5 m í ţvermál á Lemmonfjalli í Arizona. Steinninn, sem fékk nafniđ 2008 TC3, fannst tćpum sólarhring áđur en hann féll til jarđar, en á ţeim tíma tókst stjörnufrćđingum og áhugamönnum ađ ljósmynda hann mörg hundruđ sinnum og reikna braut hans međ mikilli nákvćmni. Áćtlađ ţvermál steinsins var 2-5 metrar. Svćđiđ ţar sem steinninn féll er svo afskekkt ađ fáir munu hafa séđ blossann ţar í grennd, en  bjartur hefur hann veriđ ţví ađ hann sást úr flugvél í 1400 km fjarlćgđ og ţađ mátti greina hann sem lítinn ljósdepil á mynd evrópska veđurtunglsins Meteosat. Mynd náđist af slóđinni eftir loftsteininn sem lýst var upp af sól, en sú mynd var tekin  morguninn eftir međ farsímamyndavél (sjá neđar). Viđ leit fundust nokkur kíló af brotum úr steininum í eyđimörkinni og reyndust ţau vera af sjaldgćfri tegund (úreílít). Steinninn kom úr vestri undir 19° horni á tiltölulega litlum hrađa (13 km/s). Samkvćmt upplýsingum úr ónafngreindum bandarískum hertunglum sprakk hann í 37 km hćđ. Sprengiorkan samsvarađi líklega 1-2 kílótonnum af TNT ef dćma má af lágtíđnihljóđbylgjum sem fram komu á mćlum í nágrannaríkinu Kenía.  Í tímariti breska áhugamannafélagsins British Astronomical Association í október 2009 segir ađ fjölmiđlar hafi ekki veitt ţessum merka atburđi verđskuldađa athygli ţar sem ţeir hafi veriđ svo uppteknir af hruni íslensku bankanna!

    Eftirfarandi myndir af slóđinni eftir loftsteininn (ummyndađri af háloftavindum) og broti úr steininum eru fengnar af vefsíđu bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Steinvalan á neđri myndinni er um  4 cm í ţvermál. 

 

    Myndatextana á ensku má lesa hér:

http://apod.nasa.gov/apod/ap081108.html

http://antwrp.gsfc.nasa.gov/apod/ap090328.html

 

.Ţ.S. 10. október 2009.

 

Almanak Háskólans